Ef þú ert alveg til í að hafa það undir 40" þá segi ég Philips 7000 seríuna, frábærlega flottir skjáir með góðan svartíma og skerpu, fyrir utan það að vera eitt af vistvænustu skjáum í dag. Philips hefur lengi vel verið frumkvöðull í LCD skjáum(Ambilight, 21:9) og einnig framleitt fjölmarga margverðlaunaða skjái. Ég er einmitt í sömu pælingum nema hvað að sjónvarpið verður aðallega notað í bíómyndir. Ég ætla mér að fjárfesta í Panasonic Viera TXP42G20. Eitt hagstæðasta sjónvarpið og einnig vinsælasta á markaðnum í dag. Djúpur svartur litur með góða liti og með aðgang að öllum stillingum.