Halló, mig vantar smá aðstoð. Ég er með græju í stofunni en vill getað hlustað á þær í eldhúsinu án þess að vera með allt í botni. En málið er að ég er ekki alveg tilbúinn að leggja kaplana fyrir það því lagnaleiðin er ekki beint þæginleg. Er ekki hægt að útfæra það á ódýran hátt að senda þráðaust audio yfir í hátalarasett (sem er þá með innbyggðum magnara) eða minigræjur? Magnarinn minn býður uppá að vera með 2 hátalarasett sem hægt er að velja á milli eða nota bæði og þætti mér gott að geta nýtt mér það eitthvað.
Ég er að velta því fyrir mér hvernig best væri að útfæra þetta en er ekki viss hvaða búnaður er í boði.