Ég er með Denon AVR-2805 700watt magnara og Theatre Research 400watt hátalara. Vandamálið mitt er einfalt, þegar ég hækka allt kerfið í botn finnst mér bara ekki heyrast nægilega hátt. Nú er ég að fá merki úr tölvunni og ég kemst með dB styrkinn uppí +9.0 dB í magnaranum.. Er venjulega að spila tónlist rólega í kringum - 40dB.. En þegar allar stillingar í tölvunni og dB í magaranum í +9.0 finnst mér ekki heyrast nógu hátt. Er merkið frá tölvunni ekki of lélegt þá?
Nú kann ég vooða lítið á magnara og þessi tæki en þetta er það sem mig grunar. Þyrfti ég þá einhversskonar formagnara fyrir tölvuna eða einhversskonar apparat til þess að styrkja merkið frá tölvunni..? Nú veit ég í reynd ekkert hvað ég er að segja en er að vonast til þess að þið fræðið mig aðeins um þetta? Ég er í vanda og vill getað spilað tónlistina enþá hærra hehe. Þetta er samt fjandi hátt ef ég stilli í botn en meina þetta er svaka magnari .. ég á að geta blastað þetta uppí litla tónleika.