Sælt veri fólkið. Ég er að tengja sjónvarpið mitt við loftnet í fyrsta skipti, og það kemur ekkert hljóð, en myndin er mjög fín. Ég er með margar rásir og það kemur ekkert á neinni af þeim.

Smá upplýsingar: ég hef tengt heimabíó í sjónvarpið og það virðist alltaf “resettast” í 0 (volumið) þegar ég tek það úr sambandi. Ég hef að sjálfsögðu sett heimabíóið aftur í samband og hækkað volumið í gegnum það (þó það ætti ekki að skipta máli þannig séð).
Hljóðið virkar fínt í gegnum heimabíóið, en loftnetstengið virðist ekki passa aftan í heimabíóið svo ég get ekki tengt það þá leiðina.

Öll ráð vel þegin.