Ég var að koma upp gamla plötuspilaranum mínum og hljóðið úr hounm er ekki rétt einhvernveginn. Hljóðið titrar og eithvað það kemur ekki rétt hljóð úr neinum af plötunum mínum ég prófaði líka annan magnara og það kom það sama úr því! þannig að mér datt í hug hvort þetta gæti verið nálin eða mótorinn eða að það þyrfti að smyrja eithvað. Ég leit á nálina og hún var vel beitt og ekkert skökk eða neitt þannig að ég efa að þetta sé nálin en gæti samt allveg verið. Veit einhver hvað er að?