Jæja, er núna að fara að kaupa mér sjónvarp til að setja uppá vegg hjá mér, og vantar ráðleggingu um hvað ég ætti að kaupa.
Má ekki kosta meira en 100þús, 70-100þúsund er max.
Maður hallast auðvitað meira af þessum stóru og ódýru (miðað við stærð), en ég vil gera bestu kaupin, og spyr ykkur því, hvað ætti ég að kaupa ?
Langar samt einhvern veginn í eins stórt sjónvarp og ég fæ fyrir peninginn, en væri 37" sjónvarp á 80 þúsund bara eitthvað drasl td?