Það vildi svo óheppilega til að um daginn þegar ég skellti ipodnum mínum í hleðslu sprakk hleðslutækið með gulum neistum og viðeigandi látum. Öryggið datt af öllu húsinu við þetta og núna tekst mér ómögulega að fá ipodinn í gang og hef í raun útskurðað hann dauðann.
Það vill hinsvegar svo heppilega til að foreldrarnir eru á leiðinni til frakklands á næstu dögum og ætla ég að fá þau til að kaupa nýjan þar enda kaupir enginn heilvita maður þetta hér á íslandi meðan tollarnir eru eins fáranlegir og þeir eru.
Ég hafði hugsað mér að kaupa Ipod touch og valið stendur aðalega milli 8 eða 16GB módelsins. Hallaðist meira að 8GB þar sem ég á ekkert rosalega mikið af tónlist sem ég verð að hafa meðferðis og mun eflaust ekki hafa nema fáein myndbönd til þess að halda mér uppteknum í leiðinlegum aðstæðum. Hinsvegar á vinur minn “16GB” módelið sem við nánari athugun er í raun ekki nema tæp 14GB :S
Ég veit að harðir diskar og minnislyklar eru alltaf aðeins minni en þeir eru auglýstir en 2GB af 16 finnst mér full mikið. Ég get sætt mig við 8GB svo lengi sem að hann sé 8 en ekki 6. Er einhver sem á 8GB touch og getur sagt mér hversu stór hann er?
Ég hef líka verið að skoða aðra spilara, aðalega þá Archos 605-Wifi 30GB módelið. Það sem heldur mig í rauninni aðalega frá honum er stærðin en ég vill endilega að græjan komist nokkuð auðveldlega í vasan og einnig er ég ekki allt of hrifinn að þurfa að borga auka fyrir möguleika eins og browser og fleiri codeca. Ef græjan inniheldur þess að möguleika á annaðborð þá eiga þeir náttúrlega að sjálfsögðu að fylgja með :S
Er einhver önnur græja sem þið mælið frekar með að ég skoði. Wifi finnst mér mjög stór plús og græjan verðu að hafa ágætis hljómgæði (er reyndar svolítið smeykur við nýju Ipodana hvað það varðar, eru þeir nokkuð lélegri en gömlu?) þar sem ég á töluvert dýr heyrnatól og vill að sjálfsögðu fá sem mest úr þeim.
Hef ekkert við einhver 100GB að gera og get alveg sætt mig við að þurfa converta myndböndum. Er Ipod touch málið eða mælið þið með einhverju öðru?