Sæl,

ég er að spá í að skella mér á 5.1 magnara, en á ansi erfitt með að ákveða mig. Ég er búinn að ákveða það að ég vil að minnsta kosti eiga magnara með HDMI tengjum, og hann má ekki kosta meira en 50 þúsund kall. Ég er búinn að vera að skoða það sem er í boði á netinu, og er búinn að sjá þessa tvo, annars vegar Yamaha RX-V461 (hátækni), og svo Denon AVR-1508 (Einar Farestveit).

linkar:
http://ef.is/?sida=vara&m=37&pid=1526
http://hataekni.is/vorur/hljomtaeki/magnarar/pnr/587

Nú er spurningin hvort að einhver hér viti meira um málið, geti gefið mér ráð um hvorn þessara ég ætti að velja, viti kannski um aðra magnara á svipuðu verði í öðrum búðum eða á netinu? Ég er búinn að vera að velta þessu fyrir mér ansi lengi, og langar mikið að fara að gera alvöru úr dæminu.

Getið þið kæru hugarar, hjálpað mér?

kveðja
-mummi