Sælir hugarar,
Fjölskyldan mín er að fara til Bandaríkjanna á næstunni og ég er búin að biðja um Ipod þaðan. Ég
veit hins vegar ekki hvernig ég á að fá mér.

- Það eru þó tvær takmarkanir:
Mér er ekkert sérstaklega umhugað um að hann geti spilað vídeo (má þó vera, helst skjár) og hann verður að vera minnst 8GB, um 2000 lög.

Hvaða Ipod er gott að velja? Endast einhverjir betur en aðrir? Hvernig er með batteríin?
Endilega gefið mér ráð ef þið sjáið ykkur fært.

Með fyrirfram þökk.

Bætt við 31. október 2007 - 22:09
Hvað haldið þið um þennan t.d.:

http://en.wikipedia.org/wiki/Image:IPod_nano_3g_black.jpg