Hefur einhver hérna reynslu af því að festa plasma eða LCD sjónvarp á millivegg úr spónaplötum?

Það fyrsta sem manni dettur í hug er lítið burðarþol og svo glamur og almennur óstöðugleiki. Ég næði þó líklega að festa tækið í tvo “burðar”-bita en er samt óöruggur með þetta. Ég yrði líka með “stóra” hátalara nærri tækinu (og þar með veggnum), þá spyr maður sig hvort veggvíbríngur þeirra vegna muni skella tækinu í gólfið með tímanum.

Hvað segið þið? Ekkert mál eða gleyma þessu?