Ég var að spá í að kaupa mér sjónvarp um næstu mánaðarmót, en ég er í smá vandræðum með að finna mér tæki þar sem ég hef lítið vit á sjónvörpum. Ég var að spá í að fá mér 32-42" flatskjá. Ef einhverjir myndu kanski deila visku sinni og svara mér þessum spurningum:

Plasma eða LCD?
Hver eru bestu merkin?
Hvar er hægt að fá gott sjónvarp á góðu verði?
Hvað ætti ég að hafa í huga í sambandi við upplausn, svartíma og skerpu?


Annars hef ég verið að skoða aðeins á netinu og rakst á þetta: www.simnet.is/plasma Er einhvað varið í þessi sjónvörp sem eru þarna?
(var að pæla í 42" sjónvarpinu sem er á 122 þúsund)

Ég hafði ætlað mér að eyða ekki meira en 140 þúsund kalli í þetta