Hæbb… Mig vantar hjálp þvi ég veit ekki mikið um tækni.
Málið er það að ég var að spá í að fá mér flatskjá… Ég nenni ekki að vera með þennan hlunk sem ég er með því hann tekur allt plássið í herberginu minu (aðeins að ýkja, hann er 21 tommu skjár með stóran kúlurass).

mig langar í svona LCD eða eitthvað svoleiðis og ég var að spá í
þessu hérna á 60 þúsund í Hagkaup
(Philips - 20PF421)er 20 tommu (frekar lítið en ég er bara að spá verðið og svoleiðis..hvað sé hentugast af þessum þrennum sjónvörpum
http://e-katalog.com.ua/jpg_zoom1/46870.jpg

eða

Philips 23PF432. á 70 þúsund. Þetta er 23 tommu.
http://www.abcelectronique.com/comparateur/image_son/video/televiseur_lcd/photos/23pf4321_philips.jpg

og svo í lokin kemur 26 tommu philips sjónvarp úr elko á 90 þúsund.
http://www.elko.is/elko/product_detail/?ew_10_p_id=25610&showxml=true&serial=26PF3321&ec_item_14_searchparam5=serial=26PF3321&ew_13_p_id=25610&ec_item_16_searchparam4=guid=f1337b52-f050-41b2-ab22-48967232764b&product_category_id=769&ec_item_12_searchparam1=categoryid=769

Ég er svona mest að spá í þessu 26 tommu…Er eitthvað varið í þetta eða er ég bara að sóa kannski allt of miklum peningum sem ég þarf ekki eða er hentugra að kaupa stærra fyrir saman pening nema bara ekki philips? Þetta eru svona aðalspurningarnar. Það þarf auðvitað ekki að vera philips. Ég varð bara heilluð af þessum þrennum sjónvörpum sem vildu til að þau voru philips.

Sjónvarpið sem ég á núna er 21 tommu Luxor sem ég fékk í fermingargjöf.

Takk fyrir :D
Afsakið hvað þetta er eitthvað langt..hehe

PS. Ég vil samt taka það fram að ég þarf ekkert svakalegt sjónvarp sko. Bara að það endist sem lengst og eitthvað svoleiðis. Ég þarf engin þvílík gæði og svoleiðis. Ég er bara að fara að horfa á DVD myndir í því, stöð 1 og skjá 1.

þessu hérna á