Ég er orðinn frekar þreyttur á skelfilega hljóðkortinu í lappanum mínum (Acer aspire 5672). Ný búinn að kaupa mér pro heyrnatól (sennheiser HD25) og á þrusu góða hátalara (Logitech Z2300) og ég er bara get ekki hlustað á tónlist í tölvunni minni lengur því meira að segja ipodinn minn sándar svona 10 sinnum betur en þetta helvítis innbyggða hljóðkort. Svo ég var að spá með hverju mælið þið?
Er búinn að vera að spá í þessum tveimur http://reviews.cnet.com/Creative_USB_Sound_Blaster_Audigy_2_NX/4505-3022_7-30580579.html?tag=sub
http://reviews.cnet.com/Creative_Sound_Blaster_Audigy_2_ZS_Notebook_sound_card/4505-3022_7-31156120.html?tag=prod.txt.1
Skiptir engu máli fyrir mig hversu handhægt það er þar sem að lappinn er alltaf á borðinu heima nema þegar ég tek hann með mér í skólann og þá þarf ég nú ekkert að hafa eitthvað ofur hljóðkort með mér svo það breytir engu fyrir mig hvort það er PCMCIA eða USB eða eitthvað annað.
Fjarstýring er náttúrlega plús, þar sem ég horfi oft á bíómyndir í tölvunni og er með hana tengda við sjónvarpið. En svo eru hátalarnir sem ég er með náttúrlega THX og PCMCIA kortið er THX líka svo það er einnig plús.
Hvort kortið munduð þið velja af þessum tveimur? Eða vitið þið um eitthvað annað kort sem er betra?