Ég er að hugsa um að kaupa mér hátalara. Þeir mundu fara í herbergið mitt sem er cirka 12 fermetrar. Tími varla að eyða meira en 75 þúsund í þá en vil samt fá gott sound. Ég vil helst ekki fá gólfhátalara…

1. Til að ná almennilegu soundi, er nóg að hafa góða hilluhátalara eða þarf gólfhátalara?

2. Geta góðir hilluhátalarar verið betri en gólfhátalar sem eru kannski stærri og kraftmeiri?

3. Er Dynaudio gott merki? Væri nóg að hafa tvo Dynaudio Audience 52 hátalara?


Varðandi magnara og geislaspilara. Mega saman kosta um 80 þúsund.

1. Hvað er það besta sem ég get fengið fyrir þennan pening?

2. Hvort er betra merki, Denon eða NAD?