Nú langar mig mikið til að upplifa bíómyndir í háskerpu. Þetta stríð (format war) er óþolandi. Ég þori ekki að kaupa annaðhvort þar sem ekki er ljóst hvaða format vinnur stríðið.

Eru menn ekkert hræddir við þetta? Það er að formattið sem þeir velja endi eins og Betamax.

HD-DVD kom fyrst og hefur haft forskot en núna er Blu-Ray að koma til. Fyrstu Blu-Ray diskarnir voru víst slappir en nýjustu eru víst alveg jafn góðir og HD-DVD diskarnir. Þeir eru líka farnir að seljast alveg jafn vel í USA allavega.

Svo ekki gleyma stóra atriðinu að fleiri Kvikmyndafyrirtæki styðja Bluray en HD-DVD. Það er bara Universal sem styður bara HD-DVD.

Ég persónulega held ekki með neinu formatti þótt það væri ljúft að sjá HD-DVD vinna þar sem þeir eru region lausir. Aftur á móti hefur Blu-Ray meiri gagnamagn fyrir framtíðina sem getur skipt miklu máli.

Óþolandi.