Ég á í smá vandræðum, málið er að ég er að útbúa snúru sem á að vera stereo mini-jack í annan endann og tvö XLR Male í hinn. (Semsagt XLR fyrir hægri og XLR fyrir vinstri.)

Ég er búinn að kaupa allt efni fyrir þetta (tengi, kapla, hita krumpur o.fl.) en ég er ekki klár á því hvernig ég á að útbúa þetta. Vandamálið er að mini-jack er auðvitað mjög lítið og ég kem ekki nema einni mic. snúru í tengið.
Ég er búinn að prufa að splæsa tvem mic. snúrum í eina mic. snúru með því að lóða vírana saman og setja herpi-hólka(hita krumpur) yfir allt saman. Það kemur mjög vel út en það er bara svo ótrúlega erfitt því að þetta er svo smátt.

Vitiði til þess að það sé einhver auðveldari leið til að gera þetta?
Eins og t.d. lítið stykki (tengibraut) til lóða vírana á og síðan setja herpi-hólka yfir það?

Ég er búinn að prufa að “googla” þetta en ég hef ekkert fundið ennþá :-(

Allar ábendingar og hugmyndir vel þegnar ,'-)

Kveðja,
Sverrir Daði Þórarinsson
Kveðja,