Ég var að velta einu fyrir mér varðandi HD-DVD Toshiba HD-A2 spilarann sem er hægt að fá til Íslands á rúmlega 70.000kr. (kostar 500$á bestbuy.com). Væru þetta ekki mun skynsamlegri kaup heldur en að bíða eftir Toshiba HD-XE1 og kaupa hann hér heima. Sá mun væntanlega vera þó nokkuð yfir 100.000 miðað við verðið á ódýrari týpunni sem er komin(HD-E1). Ég vil spyrja sérfræðingana um það hvort það sé mikið basl að fá straum- eða spennubreyti fyrir svona græju og jafnframt hvað það myndi kosta mig.