Ég var fyrir stuttu að fjárfesta í nýjum tölvuhátölurum og urðu Logotech Z-2300 fyrir valinu. Núna þegar ég er kominn með gæða hátalara langaði mig að sjá hvort að ég gæti fengið betra hljóð út úr tölvunni minni (Acer aspire 5672 lappi). Ef að ég hækka mjög mikið í hátölurunum núna fæ ég mikið suð, og stundum heyri ég meira segja í harðadisknum í tölvunni minni úr hátölurunum. Svo að ég fór að spá hvort að það væri eitthvað vit í því að nýta mér SPDIF tengið. Ég er með eitt speaker tengi sem að er bæði fyrir SPDIF og 3.5 jack tengi svo að ég þarf einhverja fönky snúru til þess að fá hljóðið gegnum SPDIF. Ég las mér eitthvað til um þetta á netinu, nema þá voru alskonar orð eins og coaxial og optical og svo fóru ohm að koma inn í þetta og ég endaði bara með því að fá hausverk. Svo að ég var að velta því fyrir mér hvort einhver hérna gæti sagt mér hvernig snúru ég þarf og hvort að þetta sé þess virði að vesenast í þessu, eru þetta einhver mikklu betri hljóðgæði? Hátalarnir mínir hafa náttúrlega bara 3.5mm jack tengi (fylgdi reyndar svona splitter, jack í tvo RCA gaura, með þeim.) Þarf ég að hafa eitthvað coaxial eða optical eða eitthvað svoleiðis tengi á hátölurunum til þess að þeir geti tekið við digital merki.
Endilega fræðið mig meira um þetta ef að þið vitið eitthvað…

Bætt við 24. nóvember 2006 - 18:23
það átti að sjálfsögðu að standa logitech ekki logotech…