Jæja staðan er sú að ég var að kaupa massa feitar græjur í bílinn minn og ég er að spá hvert ég á að fara til að láta setja þær í fyrir mig.
Ég er að leita að búð sem getur plöggað þeim í og tengt þær fallega :p , filmað kvikindið og plöggað þjófavörn í hann. Ég myndi halda að það væri best að finna “Trausta búð” sem getur gert þetta allt til að reyna fá smá afslátt af öllum pakkanum. Ég hef heyrt að aukaraf sé bara búlla þar sem að félagi minn lenti í massaveseni með þjófavörn frá þeim, annars ef þið vitið um t.d. 3 búðir sem gera þetta allt í sitthvoru lagi þá er það allt í lagi. Og mættuð alveg posta linka á einhverjar sniðugar búðir hér á Íslandi, með fyrirfram þökk Gb3000