Ég verð að segja mér finnst úrval og verð á plasma tækjum hér á landi alveg hræðilegt. Flestum stöðum er bara verið að selja merki líkt og Medion og United auk þess sem þeir selja þetta oft á alveg fáranlegu verði.

Sem dæmi Panasonic Pv60 úti kostar oft í kringum 1300 pund með standi

1300 * 139 * 1,245(VSK) * 1,1(tollur) = 247.469 kr.

OK hér á landi 320.000 og ekki viss um að það sé með standi. Athugum það að 1300 pundin eru með álagningu sem búðinn úti hefur sett á þannig að þeir hér fá þetta á heildsöluverði. 70.000 kall er full mikið fyrir álagningu og sendingakostnað.

Er hvergi hægt að finna hér almennileg sjónvörp eða?
“Where is the Bathroom?” “What room?”