Ég hef undanfarið verið að spá í því hvort betra sé að fá sér sjónvarp eða skjávarpa. Ég er frekar mikið tækjafrík þannig að ég sætti mig ekki við hvað sem er. Upplausn er mikilvæg fyrir mér þar sem ég hef hugsað mér að láta þetta endast eins lengi og hægt er. Þá kemur náttúrulega inní málið HD tæknin, og sýnist mér þá LCD hafa vinninginn, (leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál), og þess vegna ætla ég að skoða þau betur. En ég hef hugsað mér að athuga hvort það séu einhver til sölu á viðráðanlegu verði sem styðja 1080p staðalinn þar sem það er framtíðin. Svo ég spyr, veit einhver um góð 32-37" LCD sjónvörp sem eru 1080p? Þau þurfa ekki að vera seld á Íslandi þar sem ég mun líklegast kaupa í UK.