Ég keypti mér bíltæki í mars og þegar ég var að keyra niður mikklabrautina í gærköldi og var að hlusta á tónlist hætti allt í einu að heyrast í hátölurunum en spilarinn gekk áfram.
Ég prófaði að drepa bílnum, taka frontinn af og taka tækið úr sambandi en ekkert gerðist og síðan alltí einu þegar ég var að keyra upp ártúnsbrekkinu þá kom allt í einu tónlist aftur en síðan hætti hún allt í einu aftur.
Ég er með 4x50w tæki og 2x180w framhátalar og 2x300w aftur í.
Veit einhver hvað þetta getur verið ?
Ég var ekki einu sinni með tónlistina hátt stillt.