Ég er ný búinn að fjárfesta í Denon 3805 heimanbíó magnara og er að spá í hvað ég ætti að para við hann. Hef verið að skoða JBL Northrige línuna í nokkur ár og hef alltaf verið mjög skotinn í þeim þá aðalega útlitinu á þeim en alltaf finduist þeir frekar dýrir. Hvert er álit manna á þeim? Síðan kíkti ég í Portus um daginn til að athuga hvort þeir væru með einhverjar almennilegar hátalara snúrur og þá sá ég tilboðið hjá þeim á DynaVoice hátalara pakka sem lítur mjög vel út snökkt á litið plús það að þeir eru á frábæru verði.

Svo hvað skal velja? Ódýra hátalara sem eru frekar óþekktir eða þekktara merki sem þar af leiðandi dýrara.

Svona um það sem ég ætlast af græjunum er náttúrulega að vera killer heimabíó og síðan að vera náttúrulega hægt að hlusta á tónlist í, þá aðalega d&b og aðra “bassa” tónlist.

Takk.