Sælir,

Ég er með Eltax Atomic A-15.2R subwoofer tengdan við Sony STR DA50ES A/V magnara.

Ég er búinn að vera að nota þetta saman í svolítinn tíma og allt svínvirkað, þangað til allt í einu byrjar bassinn að slökkva á sér (slá út með til heyrandi smelli, sem er ótrúlega pirrandi) t.d. á milli laga þegar ég spila tónlist og þegar lítið er að gerast í myndum. Þetta gerðist ekki áður og ég minnist þess ekki að hafa breytt neinu í uppsetningu á magnaranum.

Kannast einhver við svona vandamál ?