Ég var að setja upp hjá mér Itunes í gær og líst vel á, nema hvað ég fæ skilaboð um að maður geti ekki verslað lög nema maður sé búsettur í USA, UK, Frakklandi eða Þýskalandi. Vita einhverjir um leiðir framhjá þessu? Það eru greinilega einhver fjöldi af íslendingum að nota ITunes ef marka má hversu margar leitarniðurstöður ég fékk þegar ég leitaði að “ITunes” hér á huga. Þess vegna er ég hálf ringlaður í þessu.