Já það eru þessi plasma sjónvörp sem að eru málið í dag en þau kosta yfir 299.00-5.000.000 og það er frekar dýrt og er þetta tekið hér á landi, ég er var að spá í þessi tæki því að pabbi vildi endilega fá eitt. Svo að ég fór í Sony center og spurði um þessi sjónvörp og það kom í ljós myndin er skörp og þetta eru mjööööög góð tæki, en það eru svona litlir pokar með rafskýjum í tækinu sem að halda því gangandi og þessvegna heitir þetta plasmasjónvarp( en venjulegur plasmavökvi flýtur við þúsundir gráða). Og ég spurði að einu sem að ég frétti og það var ,,þarf maður að fylla á tækin?' hann flissaði og svaraði því að þetta eru pokar fullir af rafgasi og ef að einn lekur þarftu að henda sjónvarpinu og það dugir bara í 8000 klst. sem að er ekki neitt,neitt miðað við það að maður horfir á sjónvarpið 2-4 tíma á dag. Hér er smá útreikningur á þessu. Ef að manneskja horfir á sjónvarpið 2 klst. á dag endist það í 11+ ár, og ef þú horfir á það 4 lst á dag þá endist það í 5+ ár. Svo að maður spyr sig að því afhverju að eyða 300.000-5.000.000 í svona dýr tæki sem að endast bara í 5-15 ár. Og á meðan kaupirðu þér 100.000 króna tæki sem að er úber gott og dugir í 6-20ár og þá getur gert eikka skemmtó við afganginn ;) hafið þetta hugfast þegar þið pælið því fyrir ykkur hvort að þið viljið kaupa Plasmasjónvarp ;)