Ég er í miklum vandræðum þar sem fyrir einu ári síðan var mér gefið Medion heimabíó, keypt í BT. Ef einhver kannast við þetta þá er þetta eitt stikkið af mörgum sem þurfti að endurkalla og setja eitthvað “viðhald” minnir mig vegna mikills hávaða í því. Ég er núna á næstuni á leiðini að skila þessu vegna þess að það er bilað, ótrúlegur hávaði sem kemur alltaf þegar ég er í “DVD Menu”, og svo finnst mér eitt ótrúlega lélegt sem ég er hér kominn til að spurja um:

Þegar myndin er byrjuð get ég valið um tvennskonar stillingar með takka sem heitir Surround. Önnur stillingin er með geggjuðu hljóði, frábært surround og hlutirnir heyrast oft, eins og þeir eiga að gera, fyrir aftan mann og allt bara fínt, NEMA að það er einn stór galli: ÞAÐ HEYRIST EKKERT TAL!
Síðan skipti ég yfir á hitt (sem ég gat valið með Surr. takkanum) og þá kemur bara leiðinlegt Stereo sound og bara eins og að horfa á í sjónvarpinu, þá heyrist talið en ekkert flott Surround :S

Getur einhver hjálpað mér með þetta?<br><br>“It has to start somewhere…It has to start sometime…What better place than here…What better time than now…”

Guerilla Radio - Rage Against The Machine - The Battle of Los Angeles


“Þessi leikur tekur alla PS2 og XbOX leiki í anallinn”

Capslock að tala um næsta Zelda leik.