Góðan daginn,

Ég var að pæla í að fá mér efri spilarann á þessari síðu: http://www.bilavefur.com/magnarar/cdplayers.htm , þ.e. þennan á 22 þús.
Hann er gefinn upp 4x40W en það eru bara 2 RCA útgangar, hvað þýðir þá þetta 4x40W? Væri þá hægt að tengja 4 40 watta hátalara? Þá e.t.v. hlið eða raðtengja á sitthvorn RCA útganginn?
Hvernig myndi maður tengja sona við magnara?
Hvernig líst ykkur á þennan spilara? Vitiði um annan svipað sem þið mynduð frekar mæla með?(MP3 er must, má ekki kosta mikið)
Ég var að spá í að kaupa mér ekkert magnara heldur tengja bara hátalarana beint á þennan, hvernig haldiði að sándið yrði? Væri hægt að hækka eitthvað í þessu?
Með hvaða hátölurum myndið þið þá mæla með?

Með fyrirfram þökkum fyrir svör, Gummi