Jæja, þá er maður byrjaður að spá í að fá sér heimabíó + skjávarpa. En það er erfitt að ákveða hvað maður á að fá sér.

Ég er tilbúinn að eyða svona 300þ kall í þetta (í mesta lagi).

Það sem mig vantar er góður skjávarpi. Það er stór gluggi inn í stofu sem getur valdið því að það sé svoldið bjart inni. En það er náttúrulega hægt að redda því auðveldlega með gardínum. En ágætt væri líka að skjávarpinn gæti höndlað að sýna í þessari byrtu samt.

Síðan er það heimabíóið. Ég vill hafa ágætlega gott heimabíó en þar sem að ég hugsa að ég noti sama magnara í að hlusta á músík þá þarf hann að höndla það. Ég hef reynt að hlusta á tónlist í heimabíó magnara og var það vægast sagt asnalegt. Síðan væri líka gott að maður gæti leitt tvo hátalara úr þessum magnara inn í svefnherbergi og geta hlustað þar á tónlist.

Jæja hverju mælið þið með ?
Þetta er s.s.
Skjávarpi sem getur sýnt í svottli byrtu.
Magnari sem er hægt að nota sem heimabíó og til að hlusta á tónlist.

Ég er svolítill nýgræðingur í skjávörpum, munar mikklu að vera með tjald til að varpa á í staðin fyrir að varpa bara beint á vegginn.