Hver er munurinn á venjulegum hátalara-útgöngum og útgöngum á formagnara? Ég er með NAD THX kraftmagnara 2x150 RMS 8 ohm og er með hann tengdan við venjulega hátalara-útganga (sumir segja að það megi ekki) en þetta virkar allveg rosalega vel, ég er rosalega ánægður með “sándið”. Breitir miklu að fá formagnara?

Svo er annað. Ég ætla að smíða hátalara fyrir þennan magnara. Líklega hef ég í þeim:

pioneer tweetera 60 RMS 8 ohm
JL Audio 10“ sub 125 RMS 12 ohm
JL Audio 15” sub 400 RMS dual voic coil 2+2(4)ohm

Er einhver sem er klár í viðnámum og veit hvernig best er að tengja og sér hvert viðnámið á þessu verður. Og líka vegna þess að ohm talan er mishá, hvernig skiptist þá power-ið milli hátalaranna. Ég myndi halda að sub sem er 4 ohm myndi taka 3-sinnum meira power en sub sem er 12 ohm ef þeir eru hliðtengdir.

Von um góð svör :)
oligu