Fyrir fáeinum dögum kom að því sem lengi hafði verið fyrirsjáanlegt að tölvuhátalararnir mínir gáfust upp. Í þeirra stað datt mér í hug hvort að góð þægileg þráðlaus heyrnartól væru ekki vænlegur kostur. Ég var tilbúin að eyða svona um það bil 14 þús í þennan nýja staðgengil og eftir smá pælingar þess sem hefur ekki hundsvit á hlutunum ákvað hann að velja flottustu, best útlítandi heyrnartólin sem ég sá í raftækjaversluninni Expert.
Mér fannst þetta ágætlega kúl kaup svo sem, ég heyri yfirleitt engan mun á hátölurum og geri nánast engar aðrar kröfur en þær að tónlistin komist sæmilega til skila.
Samt sem áður vildi ég aðeins fá að forvitnast hvaða álit sjálfskipuðu sérfræðingarnir á Huga hefðu á þessari fjárfestingu minni sem heitir Vivanco FMH 7780.
Ef einhver hefur reynslu af þessum heyrnartólum eða þessu vörumerki má hann endilega deila henni með okkur:)<br><br><font color=“yellow”>vkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkk</font><font color=“black”>kk</font><font color=“yellow”>kkkkkkkkk</font