Sælir, ég er með Creative 4.1 hátalara við tölvuna og þeir eru að pirra mig. Þegar ég spila lög þá kemur hljóðið í bylgjum, þ.e. það lækkar/hækkar eins og það vill. Ég er með svona fjarstýringu í snúru af þessu og þegar ég hækka í því vill græjan stundum bara hækka í þessu og öfugt. Þetta er mjög pirrandi. Veit einhver hvað gæti verið að? Þetta er ekki tölvan því að ég var með þessar græjur í annari vél og þetta lét líka svona þar.