Félagi minn er að leita sér að þokkalegum græjum með budget uppá sirka 200-300 þúsund (fyrir magnara, hátalara, kapla og hugsanlega CD).

Við fórum í Heimilistæki (sem eru með vörur frá gamla TAKT), erum búnir að fara í Plútó.

Nema hvað. Þar er allt í rusli… ekkert til af viti nema nokkur tæki frá NAD og sölumaðurinn (drengur eiginlega) allur í wattatölunum og talaði tóma steypu. Hann þrumaði yfir okkur einhverjum ægilegum wattatölum, tvisvar 250 wött hljómar mjög vel. En sem NAD eigandi þá kom þetta mér spánskt fyrir sjónir þar sem síðast þegar ég keypti NAD þá lögðu sölumennirnir áherslu á að magnarinn væri “ekta” 40 wött sem í huga þessa sölumanns hefði þýtt tvisvar 80 wött og eflaust þótt ansi slakkt bara!

Er þetta þessi heilaþvottur á mönnum út frá bíltækjum eða bara ílla uppalinn sölumaður?

PS, við ákváðum að versla ekki við HT þar sem þeir ættu að skammast sín fyrir að fara svona með hið góða orðspor sem Taktur var búin að byggja upp fyrir sín vörumerki.