Bylting í sjónvörpum Jæja, þá er loksins komið að því fyrsta commercial OLED (organic light emmiting diode) sjónvarpstækið er komið á markað. Og það voru Sony sem voru fyrstir að koma slíku á framfæri. Áður en ég segji ykkur hvað er svona frábært við þetta þá ætla ég að gefa ykkur smá forsögu á OLED.

Tæknin sem slík hefur verið til í mörg ár og ef ég man rétt þá á Kodak patentið fyrir OLED í núverandi sýn. Það eru samt líkur a því að þið séu með OLED display í símanum ykkar eða myndavélum í smærra formi en þar hafa slíkir skjáir verið til í nokkur ár. Það sem hefur valdið því að ekki hafa verið til nein sjónvörp hingað til er það að líftími þess hefur verið mjög stuttur, eitthvað í kringum 5000 tímar sérstaklega hefur blár litur verið erfiður, en hann gefur sig fyrr en annar litur. En nú virðast Sony vera búnir að auka liftíman til muna.

Þeir hafa búið til sjónvarp sem eru hvorki meira en minna en 11” og mun það kosta cirka 104.000kr í Japan, sumum finnst það kannski mikið en þetta er fyrsta tækið af nýrri tækni sem mun í framtíðinni verða miklu ódýrara í framleiðslu heldur en Plasma og LCD. Tækið skartar upplausn uppá 960 x 540 sem er bara nokkuð gott miðað við stærð en það sem það hefur fram yfir öll önnur sjónvörp í dag er að contrastið í því er 1.000.000:1. Græju grúskarar vita kannski að nýja Kuro línan frá Pioneer er með contrast rating uppa 15.000:1.
Endingar timinn á Sony tækinu er eitthvað í kringum 20.000 tímar sem er nátturulega mun minna en LCD og Plasma en sú tala á eftir að hækka með tímanum, það muna flestir hvað plasma var lélegt í byrjun.

Það sem gefur OLED möguleikann á að hafa svona hátt contrast rating er það að það þarfnast engrar baklýsingu heldur er rafstraumi hleypt i gegnum efnið sem lýsir sjálft, þar af leiðandi er líka hægt að búa til sjónvörp sem eru mun þynnri en sést hafa hingað til t.d er skjárinn á Sony tækinu cirka 3mm á þykkt

Varðandi framtiðina þá eru endalausir möguleikar í kringum OLED. Það hefur verið talað um að hægt verði að veggfóðra vegginn hjá sér með OLED og nota hann sem sjónvarp. OLED er sveiganlegt þar sem það er svo þunnt og það væri jafnvel hægt að sauma föt úr því seinna meir. Ímyndið ykkur það að fara í OLED gallann og láta hann varpa mynd af logandi eldi eða einhverju slíku. Ef þið hafið séð Minority report með Tom Cruise þá munið þið kannski eftir því að heilu húsin voru notaðar í auglýsingar, hugmyndin af því spruttu út frá möguleikum af OLED.