Krellari þarfnast ráða. Ég er að spá í að kaupa nýja hátalara og jafnvel nýjan cd+Sacd spilara.
Það helsta sem að mér líst á í dag er, ef ég byrja í ódýrari kantinum er: Dali Helicon 800, ( tæp 500 þús. ) og svo kemur Martin Logan Vantage, aðeins dýrari en Helicon 800. Einnig Martin Logan Summit. ( sirka milljón kall )
JM Lab Alto Utopia Be er svo ofarlega á óskalistanum mínum, ( 1.300 þús ) og svo kemur B&W 802D, ( 8000 pund ) mest til greina hjá mér, en ég var mjög hrifinn af B&W Nautilus 802 sem að ég hlustaði á í Lúxemborg þegar að ég var þar. En þeir voru tengdir við öflugan Musical Fidelity magnara.
Ég hef leitað mikið í græjublöðum að hinum einu sönnu hátölurum sem og á netinu en hef enn ekki fundið þá einu réttu, útlitslega sem og hljómgæðalega séð. Ég er samt áskrifandi af 4 Hi-Fi blöðum, What Hi-Fi, Hi-Fi Choice, Hi-Fi News og síðast gerðist ég áskrifandi að Stereophile.
Eru svo til einhver betri blöð en þessi sem að eru aðallega í High End dóti, á ensku.
Ég er einnig að skoða Krell SACD Standard spilara og Marantz SA 11s1 spilara og hef ég einnig verið að spá í að fá mér Marantz Pm 11s1 magnara í stíl við spilaran, þó að ég ætti nú kannski bara að halda mig við Krell settið mitt sem að ég á nú þegar, Kav 280p og Kav 2250, pre+power amp.
En Krell Sacd ætti að vera fyrsti kostur en ég þarf að forgangsraða hlutunum vegna þess hve dýr tækin eru og innan þessara peningamarka sem að ég hef sett mér í dag að minnsta kosti, þó að staðan og fjárhagurinn kunni að verða betri á næstu dögum.
Þess ber að geta að ég er einnig að skoða og spá í að kaupa mér 42 - 50 tommu sjónvarp og dvd spilara sem spilar flest allt.
Ég ætla svo að koma mér upp heimabíói, þ.e.a.s. umhverfismagnara og hátalarasett við þann magnara eða tæki sem að verða þá væntanlega aðeins seinna fyrir valinu af minni hálfu.
Ef ég tek það dýrasta 50 tommu tækið frá Pioneer og t.d. B&W 802D eða Alto frá Jm Lab, að þá er frekar lítið eftir peningalega séð.
En þar liggur vandinn að velja bestu tækin miðað við verð og finna einhverja góða heildarlausn, byrja t.d. á hátölurunum, sjónvarpinu og Dvd spilaranum.
Svo þarf ég einnig að kynna mér hvort er betra Plasma eða Lcd og þá í þessum 42 - 50 tommu geira. Ég hef einnig verið að spá í merkin og kemur Samsung einnig til greina sem og Sony og Philips en ég þarf að fá og finna einhverjar góðar týpur frá þeim. Pioneer PDP 506xde fékk Eisa Award síðast, Samsung Le 40 M61B einnig.
Kannski að ég bíði og sjái hvaða tæki vinna næstu Eisa Award verðlaunin.
Nú svo er þarna Pioneer Dv 989AVi-s Dvd spilari, (900 pund) og Pioneer VSA-AX10Ai umhverfismagnari, (3000 pund).
Marantz DV 9600 Dvd spilari 1500 pund.
Denon Avc-A1xv umhverfismagnari, Eisa Awards.(dýr, 4000 pund+).
Denon Avc-A11xv umhvm. 2500 pund.
Sony Ta-DA9000ES, 2600 pund.(Umhvm.)
Einn sá heitasti, Denon Dvd A1xv, 2500 pund.
Tillögur af góðum hljómtækjasíðum á netinu væru svo vel þegnar.