Ég heiti Drengur Óla Þorsteinsson og er eigandi Portus ehf sem rekur Portus.is vefverslunina og hljómtækjaverslun á Akureyri.

Ég hef áhuga á því að fá tvo aðila hér á Huga til að taka að sér að prófa fyrir mig heimabíópakka frá CAV. Um er að ræða pakka sem kostar um 100.000 krónur.

Þeir sem hafa áhuga að prófa pakkann, skrifa um hann review hér á Huga og lífga aðeins upp á græjuspjallið eru beðnir að senda tölvupóst á drengur á portus.is.

Upplýsingar sem þurfa að koma fram: Fullt nafn, aldur, símanúmer, græjur sem eru núna í notkun, aðrar græjur sem þú hefur tök á að bera saman við CAV pakkann, hvað góð hljómtæki eru fyrir þér og hversvegna þú ættir að verða fyrir valinu.

Ætlunin er að viðkomandi prófi pakkann í viku eða svo og segi svo álit sitt á vörunni í stuttu review-i. Við förum ekki á nokkurn hátt fram á neina lofræðu. Við viljum heyra raunverulegt álit fólks á pakkanum en erum ekki að leita að einhverjum “já” mönnum. Ég hvet sérstaklega stelpur til að taka þátt.

Einu skilyrðin eru að viðkomandi hafi aðgang að DVD spilara til prófunar og hafi gott vald á íslensku máli.