Fyrir þá sem ekki vita hvernig þessir hefbundnu hátalarar virka. Þá verðum við að fara aðeins yfir það. Rafleiðari
hreyfist í segulsviði, þegar straumur fer í gegnum hann. Þessvegna er hægt að láta hljóð myndast, með ofurfínni hreyfingu
leiðara í segulsviði. Það sem veldur segulsviðinu eru fastir seglar (permanent magnets). Þeim mun öflugari sem þessi segull
er, þeim mun minni straum þarf til að leiðari hreyfist. Þetta er svo saman hægt að láta myndahljóð. Eða hreyfingu, hljóð
er nú bara hreyfing á lofti.

Þegar þetta er útfært í keilu er vírinn undinn marga hringi kringum stykki. Svo í kringum vírinn (spóluna) er segulinn
staðsettur. Það fylgja nokkrar myndir með þessu hvernig þetta lítur út.

Það sem ég gerði um helgina, tók rúmar 30 mínútur. Ég komst að því að ég ætti grannan magnet vír (einagraður vír með lakki)
og vafði honum utan um flöskuháls, á eins líters afskorinni gos flösku. Ég vandaði vafninginn alls ekki, bara nennti því
ekki, gæti virkað betur þannig hátalarinn. Svo þegar það var komið náði ég í límband til að hann færi nú ekki langt. Svo
er það bara að finna sér segla, þeim mun sterkari þeim mun öflugari verður hátalarinn ykkar. Ég á nú einhverja segla hérna
heima, svo ég notaði þá. Svo er þægilegast að hafa þá eins nálægt vafningunum og mögulega er hægt. Svo er það bara að tengja
vafninginn, sitthvorann endann við magnarann. Það er einstaklega þægilegt að hafa öflugan magnara með öryggi. Í síðustu svona
tilraun hjá mér var ég með mjög öfluga segla og ídráttar vír, svo hækkaði ég nógu mikið og þeir drógust að vafningunum og
sprengdu öryggi í magnaranum, margir magnarar hefður eyðilagst á þessari tilraun.

Ég tek enga ábyrgð ég þessu. Þetta virkaði hjá mér með góðu, en hávaðinn var ekkert mikill. Og hljóðið mjög skemmtilegt ef
flaskan víbraði ekki í segulinn og kom þetta ömurlega hljóð. Það væri gaman að sjá myndir af þessu hjá einhverjum sem reyna
þetta.

<a href=http://www.simnet.is/hlynzi/homemadespeaker.jpg>Ke ilan sem ég gerði</a>
<a href=http://www.simnet.is/hlynzi/keilautskyringarmynd.j pg>Flott útskýringarmynd af keilu</a>
<a href=http://www.simnet.is/hlynzi/keilacutaway.jpg>Þvers kurður á keilu</a