Hræðileg þjónusta hjá sjóvarpsmiðstöðinni Ég fór í Sjónvarpsmiðstöðina um daginn og afgreiðslan var það léleg að mér
finnst það vera þess virði að skrifa grein um það.
Ég var ekki að gera nein stórinnkaup heldur var ég aðeins að kaupa mér snúrur.
Ég gekk inn í búðina sem lítur svosem ágætlega út þótt það mætti gera deildirnar betri en ekki hrúga þessu allt á einn stað.
Ég fór að snúrudeildinni og sá að það var ekkert merkt og engin verð einu upplýsingarnar sem ég fékk voru þær sem stóðu á kassanum, ég leitaði að hljóðsnúrum og eftir langa leit fann ég réttu snúruna.
Þar sem að enginn afgreiðslumaður var þarna þá gekk ég að kassanum.
Þar stóð einn afgreiðslumaður við tölvu og þegar ég var kominn gekk hann inná lager.
En stuttu seinna kom annar og ég spurði hann hver væri munirinn á snúrunum sem ég var með og hann svaraði hrokafullri röddu: Þessi er fyrir video camerur en hin fyrir hljóð.
Snúrurnar voru eins fyrir utan smá mun á tengjunum svo það var nú allveg óþarfi að vera ókurteis enda voru upplýsingar á kassanum á kínversku, en ég lét þennann mann ekki skemma daginn minn og hélt áfram að versla.
Ég sá millistikki sem væri kannski betra fyrir mig og ákvað að kaupa það ef það værir ódýrara. Svo ég gekk að kassanum og beið.
Á meðan ég beið voru 2 af 3 afgreiðslumönnunum að sýna heimabíókerfi og hækkuðu í botn. Öll búðin hristist og hávaðinn yfirgnæfði samtal mitt við vin minn sem var með mér. Sjónvarpsmiðstöðin ætti virkilega að fá sér herbergi fyrir þetta.
Þeir sáu að ég ásamt öðrum manni biðum þarna við kassann. Svo um 5 mín senna komu allir 3 afgreiðslumennirnir að kassanum og þá hélt ég að ég væri loksins að fá afgreiðslu.
En nei! Fólkið sem þeir voru að afgreiða voru að kaupa stór tæki og það var eitthvað vesen með það. Annar afgreiðslumaðurinn fór út að láta bílgræjur í bíl og þá var aðeins einn eftir.
Þar sem að hinn viðskiptavinurinn var á undan mér þá fór síðasti afgreiðslumaðurinn að sinna honum. Það tók sinn tíma og þá var röðin loksins komin að mér.
Ég spurði um verð og keypti þetta. En það sem að það voru aðeins 2 tengi í hillunni svo að ég spurði afgreiðslumanninn hvort að hann ætii svona tengi inn á lager.
Hann fór á lagerinn og kom aftur eftir 2 mín eða svo. Ég keypti tengin og þegar ég var að ganga út var heimabíókerfið látið á. Bassinn hristi rúðurnar og ég gekk í burtu búinn að eyða um korteri þarna inni fyrir þrjú millistykki.

Ég býst ekki við að ég eigi eftir að stunda mikil viðskipti við sjónvarpsmiðstöðina aftur.