Ég er búinn að vera að leita að hinu og þessu, eins og kannski sumir vita. Til þess að smíða mér skjávarpa.
Ásamt því að lesa helling um þessi tæki, aðallega DIY (Do-it-yourself) og það hefur verið gaman að sjá hvernig
menn eru að fara að þessu, ásamt því að þetta er ekki að kosta mikið. Sumir hafa farið í 300 dollara ca.
Mig hefur lengi langað til að gera þetta sjálfur, smíða mér skjávarpa. Ég ætla að reyna að deila sem flestu hingað
og fullt af góðum linkum. En aðal vandamálið er sennilegast að finna hentugan skjá. Þeir eru vandfundnir, eða of
dýrir.

Skjávarpar eru rosalega einfaldir þegar maður hugsar útí það. Einfaldasta gerðin er LCD skjár sem hægt er að lýsa
í gegnum, linsur, og sterk ljósapera. Þetta er einfaldasta byggingin, og mig langar að prófa hana bara með því
að nota ljós bara versla ljóskastara, fyrir ekki neitt niður í húsasmiðju eða Byko, það hitnar jú kanski, en þá bara
einangra ég kassann með flísum og speglum, og fæ mér góða viftu. Hugmyndin hjá mér er að panta linsur í þetta, ég fann
2 forrit sem ég linka hérna niðri um útreikninga á linsu fjarlægð miðað við skjá og þessháttar. Ég hef látið mér detta
það í hug, og held reyndar að þetta sé ekki óvitlaus hugmynd, allavegana trúi ég því sjálfur en hún er svona.
15" góður LCD skjár, helst 1024x768 upplausn, 800x600 myndi ganga en miklu flottara að vera með meiri upplausn, en að
rífa bakhliðina af þessum skjá, algjörlega og þessa þinni af LCD skjánum sjálfum, sem er aftan á, og yfirleitt fylgja
cold cathode perur í þessu, til að við sjáum nú örugglega á skjáinn. Ef þetta væri möguleiki væri vandinn leystur. Þá
þarf varla að kosta meira en 30 þúsund í allt verkefnið. Þessvegna er ég að leita að ónýtum LCD skjá, eða mjög biluðum
til að prófa þessa hugmynd og æfa sig á þessu, þetta er möguleiki.

Linsurnar: ég er soldið útúr í þeim málum, vonandi að ég finni alvöru upplýsingar um þær bráðlega. Það má nefna
3Dlens Þeir eru líka með Fresnel linsur, sem ég hef bara ekki hugmynd um hvað gera,
en held að þær snúi myndinni við. Þeir ættu að vera með allar linsur sem eru nauðsynlegar held ég í þetta.

Og svo það síðasta er auðvitað lýsingin, það þarf öfluga peru. Sem hefur ákveðið hitastig lits, hún á að vera sem
hvítust, þeim mun hvítari, þeim mun betra. Ég læt mér helst detta í hug ódýra peru í formi ljóskastara. Sérhannaðar
skjávarpaperurnar kosta alveg ógeðslega mikið, ég er farinn að hallast að því að þær séu dýrari en skjáirnir í þá.
Þetta ætti að ganga.

Eitt sem hefur komið vel út, og hefur verið þónokkuð vinsælt í Bandaríkjunum er að taka “overhead projector” (það sem
ég kalla hinu einfalda nafni, myndvarpa og er glærumaskínan í skólunum hjá flestum) Þeir fá sér LCD skjá sem hægt að
lýsa í gegnum, og setja hann bara á myndvarpann eins og glærurnar, og það er alveg ofur einfalt að gera það. En ég hef
meira gaman að DIY dóti. Þegar ég loksins eignast skjáinn sem mig vantar þá læt ég verða af þessu.

Boxið sjálf utan um allt dótið yrði svo með speglum fram á við, til að ljósið fari áfram, ekki í allar átti eins og
það hefur gert venjulega. Það er mjög gott að hafa kassann svartan og mattan innan á, þar sem spegla nýtur ekki við.
Ljóskastarar hitnar þokkalega flestir, en það mætti bara flísaleggja kassann með góðum flísum þar sem þess þarf. Svo
ef LCD skjárinn fer að brenglast, þá þarf hann auka kælingu, það hefur tíðkast að einhverju leyti að setja bara tvær
glerplötur milli skjás og ljóss, og bara vatn á milli þessara platna.

Auðvitað reyni ég að láta þetta kosta sem minnst. Þetta er mun hagkvæmara heldur en sjónvarp í kaupum, þú færð gott
29“ tæki meira heldur en home-made skjávarpann, og munar ”ekki nema" fullt af tommum í stærð. Þetta er draumur í dós.
Ef ég fæ þessu ráðið þá verður þetta bara gert, í staðinn fyrir að kaupa annað sjónvarp, bara skella vídeó tæki, tölvu
og kannski einhverju fleira, eða bara tölvu með TV-tuner.



L CD skjáir
Fleir i LCD skjáir
Og fleiri LCD skjáir
Flott DIY síða
180 bls. í thread um DIY skjávarpa
Ei nhverjir littlir skjáir
E inn besti linkurinn hingað til, með flúrcent perum
Næstbesti linkurinn, overhead dótið
Fleiri skjáir
Ofurskjáir, Digital Micromirror Device

(Eins og neðsti linkurinn segir til um DMD skjái, þá langaði mig í þannig, þangað til ég komst að því að þannig með
stýringu kostar 5000-10.000 dollara)