Sælir græjuhausar,
ég stend í húsbyggingu og er að hanna lagnakerfi ásamt öðru. Þar sem hljómtæki skipta mig miklu máli ákvað ég að byrja á núllpunkti og miða lagnir ekki við þau tæki sem ég á í dag heldur við þau tæki sem ég ætla að nota til framtíðar, ég er nokkuð vel græjaður sem stendur, en hef hugsað mér að kaupa nýtt kerfi samt sem áður. Þar sem tími er af skornum skammti og þetta áhugamál mitt hefur verið í dvala undanfarin ár er ég ekki “up to date” í þessum málum, ég myndi glaður þiggja öll ráð frá ykkur varðandi hvar og hvað ég á að versla. Mig vantar tæki sem sameina gott sánd og góða hönnun á útliti, tengimöguleikum og einfaldleika í notkun, þó ég hafi ekki fastmótað mér hve miklum fjármunum ég er tilbúin að verja í þetta verkefni þá finnst mér ólíklegt að ég fari yfir 500.Þús. Ég hafði fyrirfram hugsað mér Bose Lifstyle kerfi og hef farið og kynnt mér þau, ég var mjög hrifin af útliti, fyrirferð og tæknimöguleikum. Sándið var silkimjúkt og tært, en þó fannst mér vanta “blast” í því kerfi sem mér hentaði (Lifestyle 35) Ég er náttla að miða við mínar græjur, sem eru kannski aðeins af gamla skólanum, (yamaha magnari, cerwin wega gólfsúlur, og sony og denon hitt og þetta) ca 2-8 ára gamalt dót, en í þeim er alvöru “blast” húsið nötrar ef maður keyrir kerfið upp. Þannig að eftir stendur spurningin, á maður að miða við flotta hönnun með fínu sándi, eða bara gamla góða stóra dótið með STÓRU sándi ? (ég er meiri sánd blast maður heldur en hönnunarfrík)