Sem áhugamaður um HiFi þætti mér gaman að fá svör við nokkrum spurningum, það eru vonandi einhverjir heilar hérna sem hafa áhuga á að spreyta sig. Ég hef reyndar séð greinar eftir nokkra sem fara nærri, en ekki alveg nægilega solid.

1. Hversu mikilvægt er að vera ekki með öll tækin í stofuhljómtækjunum í einu fjöltengi, eða á einni rafmagnsgrein? (upp á noise að gera)

2. Er algengt að scart tengi á sjónvörpum sem eru merkt RGB séu líka S-Video samhæfð?

3. Stundum þykir mér S-Video gefa eðlilegri mynd en RGB, eins og RGB sé yfirskarpt og spilli myndinni, anyone?

4. Component out á DVD spilurum er einungis fyrir myndtæki sem geta birt mynd á progressive hátt, ekki satt? Eru menn á því að það komi mikið betur út? Hef lesið í What Hifi & video að þessi tækni sé misgóð í tækjum og jafnvel lakari en hitt ef illa er með farið.

5. Er progressive myndbirting háð NTSC, og er búið að laga það að Pal signali, eða hefur það ekkert að segja?

6. Hvað þyðir BG, eins og í Pal/BG?

Væri gaman að fá input!