Ég tók eftir því að það var verið að spjalla um Minidisc og MP3 spilara á korkunum svo ég ákvað að deila gleði minni með ykkur græjusénum. :)

Ég pantaði mér fyrir sirka mánuði síðan glænýjan Sony MZ-N505 mini-disc spilara/upptakara af eBay og hann kostaði mig rúmar 16.000 kr. til landsins. (BT auglýsti þennan spilara á 29.900 kr!)
Hann er með NetMD, MDLP, 40 sek. G-Protection hristivörn og Type-R “decoder”.

NetMD:
NetMD var fyrst tilkynnt í sumarið 2001 og var það Sony sem þróuðu þessa tækni. Hún byggist á því að flytja gögn á milli tölvu og Minidisc tækis með notkun USB tenginga, á töluverðum hraða (allt að 64-földum rauntíma í LP4 á hröðustu spilurunum). Til þess þarf sérstakan hugbúnað sem ýmist fylgir tækjunum eða er fáanlegur á internetinu. Þessi gögn eru eins og er alltaf hljóð/tónlist en það er ekki útilokað að þetta verði notað í tölvugagnaflutning í framtíðinni.

MDLP:
MDLP stendur fyrir “Mini-disc Long-play” og byggist á því að kóða tónlistina á lærra “bitrate-i” en SP (eðlileg) upptaka er á. Þessi tækni var tilkynnt í September 2000 og einnig voru það Sony sem þróuðu þessa tækni. MDLP upptaka getur verið í tveimur mismunandi útfærslum. Annars vegar LP2, sem tekur tvisvar sinnum minna pláss, og hins vegar LP4, sem tekur fjórum sinnum minna pláss. Semsagt 80mín. minidiskur tekur 160mín. af LP2 eða 320mín. af LP4. Eðlileg (SP) minidisk upptaka er gerð í “ATRAC1 @ 292 kb/s” en LP2 í “ATRAC3 @ ca. 132 kbps” og LP4 í “ATRAC3 @ ca. 66 kbps”. ATRAC3 er nýtt minidisk þjöppunarsnið sem notað er í MDLP og það viðheldur hljómgæðunum miki betur en gamla ATRAC1 (sem er á öllum minidisk spilurum/upptökurum sem hafa ekki MDLP). Ég hef hvergi fundið upplýsingar um samanburð MP3 og ATRAC3, en eyrun mín segja mér að LP2 (ATRAC3 @ 132 kbps) sé svipað og MP3 @ 160-192 kbps.

G-Protection:
Sony G-Protection hristivörn er 10 sinnum sneggri að lesa af disknum og fylla í minnið (ef leiserinn hoppar) heldur en venjuleg hristivörn. Hún á að þola högg sem mælist 8G, þrisvar sinnum á sekúndu (sem samsvarar í vasa hjá skokkandi manni) án þess að tónlistin hoppi. Ég hef ekki en prufað að skokka með minn en hann datt einu sinni úr vasanum á peysunni minni niður á steyptar tröppur og hann hoppaði ekkert! (ég veit að ég á ekki að láta svoleiðis gerast ;)

Type-R decoder:
Of flókið fyrir mig til að útskýra. :P http://www.minidisc.org/type_r_atrac.html

Með spilaranum fylgdu bæklingar, bandarískt ábyrgðarskirteini (gagnslaust á Íslandi), Sony MDR-027 heyrnatól m/spöng, USB snúra, 110v-3v straumbreytir (USA) og einn 80mín. minidiskur. Hver minidiskur kostar ekki nema sirka 150-300 kr. (á íslandi - fer líka eftir því hvað þú kaupir marga í einu) og þeir eru allir re-writable (sirka 1000 sinnum). Á spilaranum eru eftirfarandi tengi: heyrnatól, fjarstýring, “Line-in (optical)” og USB. “Line-in” tengið tekur bæði við hefbundnu “analog” hljóðmerki og stafrænu hljóðmerki.
Spilarinn er pínulítill (svipað og tveir minidiskar, annar ofan á hinum), fer vel í vasa og batteríið (1xAA) endist í sirka 40 tíma. Ég er virkilega sáttur við spilarann og mæli eindregið með því að fólk sem vantar ferðaspilara tékki á þessu.

Sony MZ-N505 = sirka 8.000 kr. (eBay)
Innflutningur = sirka 8.000 kr. (ShopUSA)
AA hleðslubatterí = 500 kr. (Íhlutir)
220v->110v straumbreytir = 2500 kr. (Íhlutir)

Vonandi gagnast þetta einhverjum. :D


Hemildir af www.minidisc.org