Sæl öll sömul….
Nú fer að líða að því að ég fer að taka bílpróf og önnur smáatriði en hef ég þó verið að keyra bíla síðan ég var smápolli og er dyggur lesandi bílahornsins hér á huga.

En þar sem fer að líða að prófinu hef ég náttúrulega verið að íHuga öll þessi græjumál, því gott sánd er nátturulega bráðnauðsynlegt.

Ég er algjör nýgræðingur í þessu máli og er að hugsa hvort að yello, Hlynzi, bebecar eða aðrir snillingar í þessu máli gætu nokkuð komið með nokkur góð ráð og einhverjar leiðbeiningar um ísetningar í bíla og þá hvaða græjur ég gæti stungið í bílinn sem ég fæ mér. Ég er ekki að tala um eitthvað mega gott, heldur bara eitthvað sem heyrist í því peningar á mínum bæ eru af nokkuð skornum skammti… þið vitið vonandi hvað ég er að fara.

Takk fyri