Ég var að rekast á áhugamálið Græjur rétt í þessu. Gaman að sjá að þetta er til og þær fáu greinar sem ég hef skoðað meika bara næstum því sens. Ég hef reyndar óbeit á Scooter og annari kasettutónlist og fæ því ekki mikla fróun úr því að pæla í bílagræjum.

Mitt vandamál er að ég er ekkert sérstaklega ríkur. Ef maður hefur gaman af góðum hljómi og á ekki peninga þá er ekki mikið hægt að gera. Þegar ég bjó á Íslandi heimsótti ég Hljómsýn reglulega og fékk að hlusta á hitt og þetta. Ég passaði mig á því að vera ekkert að elska lampamagnara eða 70.000 króna hátalarapör of mikið. Ég varð ástfanginn af Paradigm hátölurum sem er einhver ódýrasti eðall sem völ er á. Ég gerði plön um að versla mér inn svoleiðis hátalara en ekkert varð úr, aðallega sökum vöntun á peningaleysisskorti.

Ég ákvað að kaupa mér almennileg headphones til að pína gæðin úr helvítis geisladiskunum til fullnustu. Eins og allir heilvita menn vita þá eru geisladiskar ekki mikið minna prump en kasettur. Þetta uppgötvaði ég eftir að ég fékk hár á punginn og prófaði að hlusta á plöturnar hans pabba. Meðal-dýr plötuspilari vs. meðal-dýr geislaspilari er ójöfn keppni. Ég hef nú ekki gerst það frægur að hafa hlustað á almennilegan plötuspilara en vonandi verður hallærið í digitalinu á enda áður en þess gerist þörf að ég fari að kaupa plötuspilara.

Headphones já. Nú, ég “vissi” eins og allir aðrir að Sennheiser væri skíturinn. Ég átti reyndar ódýr Sennheiser headphone á þessum tíma sem voru töluvert betri en 15.000 króna Philips eða hvað þetta gelgjudót heitir allt saman. Ég fór rúnt um bæinn á stoppaði á öllum helstu stöðunum áður en ég fór í Pfaff (berist fram: puh-vuaff). Ég hafði ekki rekist á neitt merkilegt í þessum túr mínum nema í Elko þar sem ég fann Philips SBC HP090 headphones á 990kr. Keypti þau og mæli með því að allir sem lesa þetta geri slíkt hið sama. Þetta er það besta sem þú færð fyrir peninginn. Um að gera að kaupa sér 3-4 stykki og níðast svolítið á þeim; taka þau með í útilegur og lána litlum frænkum til að sjúga og naga.

Í Pfaff hlustaði ég á allskonar Sennheiser headphones, hver öðrum dýrari. Ég var kominn upp í 30.000 króna headphones loðfóðruð með kettlingaskinni og ég veit ekki hvað. Nota bene: Öll voru þau lokuð. Skálahljóðið var því alltaf til staðar. Hljómurinn varð alltaf stærri því neðar sem í pudduna var grafið en aldrei losnaði ég við dósahljóðið. Þið vitið hvað ég meina. Þegar reynt er að hafa bassa í heyrnatólum en það verður eins og Heinz bakaðar baunir í tómatssósu. Þetta vissi ég fyrir. Ég vissi að ég ég fengi ekki bassa í heyrnatól þannig að ég varð ekki mjög hissa að lítill munur var á gæðum djúpra tóna í 990kr. heyrnatólum og 27.990 króna.

Ég varð hálf niðurlútur samt sem áður en gladdi mig við það að hafa fundið sæmilegan kandídat sem kostaði bara 20.000 kall. Ég ákvað að fara uppí Hljómsýn upp á sportið til þess eins að klára búðarúntinn. Ég nennti ekki einusinni að prófa ógeðslega ljótu heyrnatólin sem þar voru á boðstólnum. Þvílíkur viðbjóður. Greinilega 300 ára gömul. “Djöfulli er þetta ljótt” sagði ég við afgreiðslumanninn. “Þú ert sjálfur ljótur og þetta eru bestu headphones sem völ er á í heiminum”.

Djöfulsins kjaftæði. Getur verið að í neyslumenningu nútímans sé til eitthvað sem er bæði ljótt og gott? Á maður að trúa því að allt sem hinn vestrænni kapítalismi gengur út á sé bara ein stór blekking? Er það virkilega þannig að bestu umbúðirnar hafa ekki besta innihaldið? Heimsmynd mín var við það að bresta. Getur verið að kenning Spaugstofunnar um að “…því ljótari sem maturinn er því betur bragðast hann…” sé sönn.

Ég tók áskorun félagslega bælda afgreiðslumannsins og smellti þessum ljótu ógeðslegu heyrnatólum á hausinn. Mig fór strax að klæja í eyrun, hausinn á mér þrýstist saman og ég bjóst við því að heyra lútuspil í eyrunum, þrátt fyrir að Dire Straits væru í.

Nú, auðvitað liðu ekki nema þrjár sekúndur af annars ágætu intrói í “The man is to strong” þegar ég læddist í vasan og dró upp budduna. “How much?” spurði ég. Svarið kom mér á óvart. Rétt yfir 10.000 kallinn. “Ég meina í íslenskum” sagði ég. Já, þetta er í íslenskum mann-djöfull!“ sagði afgreiðslumaðurinn.

Síðan þá er ég búinn að vera að safna. Ég keypti auðvitað heyrnatólin þó þau væru ljót og óþægileg. Hljómur dauðans! Grado sr-60. Ég var að hlusta á næst-ódýrustu heyrnatólinn í SR línunni frá Grado og fékk samt sáðlát. Djöfulli vissi ég lítið.

Síðan þá hefur mér hlotnast sá heiður að hafa hlustað á mörg önnur heyrnatól frá Grado-fjölskyldunni. Ég get sagt við ykkur sem eruð ennþá með neon-gelgju-headphones frá Pioneer eða Sennheiser: ”GAUR!".

S.s. Grado eða dauði!
http://www.gradolabs.com

Drengur Gradoeigandi