Bíllinn minn og græjurnar í honum. Nú er best að fá smá fróðleik útúr ykkur græjuköllunum hérna.

Ég er þónokkur áhugamaður um tónlist og finnst þar að leiðandi gaman að geta hlustað á hana í bílnum mínum. Ég keypti mér fyrir stuttu 95 árgerð af VW Golf GTI og daginn eftir fór ég niðrí ásco og fjárfesti í Type R hátölurum og magnara frá Alpine.

Framsettið heitir SPR-176A og er 6 og 1/2 tommu með með aðskildum tweeter. Hátalarinn er í hurðarspjaldinu og tweeterinn er inní mælaborðinu í þar til gerðum tweeter hatti.

Aftursettið heitir SPR-694A og er 6x9 tommu two way. Hátalaranir eru í sérsmíðaðri 15mm Plexigler hillu frá Gler og Spegla þjónustunni filmaðri hjá Vinnandi Mönnum með sandblásturs filmu.

Geislaspilarinn er frá Rockford Fosgate(RFX 8350) og er nú kominn til ára sinna orðinn 3 ára og er búinn að þola ýmislegt, svosem 2 ára dvöl í Subaru Justy. Það var tímabil þegar spilarinn var meira virði en bílinn :) Eini kosturinn við greyið spilarann er að hann er með sér stillingu fyrir bassakeiluna og fáránlega mörgum RCA útgöngum. Það er hægt að tengja eitthvað í kringum 7 magnara beint í spilarann að mig minnir. Það stendur að sjálfsögðu til að fá sér Alpine spilara sem byggir á I-personalize tækninni.

Magnarinn fyrir hátalarana er fjögurra rása og knýr hátalarana vel áfram.

Málið er að núna er ég búinn að dekka miðjuna og hátíðnina ágætlega en það vantar allan bassa í greyið bílinn.

Það er semsagt næst á dagskrá og þarf ég hjálp ykkar við að pæla aðeins í því.

Ég er nokkurn veginn búinn að ákveða hvaða keilu ég ætla að fá mér afturí. Sú mun vera 12“ Alpine 1000W (300RMS) Eina ástæðan sem mér dettur í hug fyrir því að ég fái mér ekki 15” að ég held að ég græði voða lítið á því nema plássleysi í skottið og að hún kemur ekki í boxi. Þessi keila verður knúin af MRD-M500 Mono magnaranum frá Alpine. Þá kemur spurning.. Er þetta of stór magnari fyrir þessa keilu eða á ég eftir að geta bætt annari keilu við ef mig langar?

Svo er það bassinn frammí.. Núna langar mig rosalega að biðja ykkur um að segja mér hvað ég ætti að fá mér. Ætti ég að halda mig við Alpine og fá mér Type S frammí. Eða fara í eitthvað annað merki. Keilurnar verður að öllum líkindum á stað þar sem þær verða ekki fyrir miklu hnaski, undir sæti eða við fætur farþega.