Flatir hátalarar (magnetic-útgáfan)

Til eru nokkrar gerðir af flötum hátölurum sem heita NXT, Electró-statískir, og síðan magnetic hátalarar, ég er ekki viss um rétt nafn á ensku en greinin ætti að skýra út fyrir ykkur. Síðan reikna ég með að maður taki aðra hátalara fyrir á næstunni, þar á meðal okkar elskulega keilu-hátalara (eins og allir þekkja).

Hátalarinn: Ég smíðaði þennan með pabba, og verð ég að segja að það er vandaverk.

Stærð: Þessi græja er heilir 1.70-1.75 m á hæð og um 60-70cm á breidd, en aðeins 5 cm þar sem þeir gerast þykkastir, og ef þeir væru skrúfaðir á vegg í staðinn fyrir MDF plötuna, þá yrðu þeir innan við 3cm. Þetta er vel þungt og vegur eitt stykki 35 kg. Og það er mjög þungt eins og þeir eru í laginu.
Hönnun: 23 mm MDF plata virkar svo eins og rammi í þessu öllu, á hana er allt fest á, samanber venjulegt box utan um keilur. Á hana eru festar járngrindur, sem bera segla, og vinkil járn halda membrunni á sínum stað ásamt stillanlegum skrúfum, til þess að strekkja á plastinu milli spítnanna. Á plast filmu, sem er mjög sterk og þolir 220° gráður á celcius. Á hana þurfti að skera út álstrimla (eða rendur), sem eru 2 aðskildar, en það krefst mikillar vinnu og einbeitingar við að skera út, og lima svo flottheitin á plastið. Svo er plastið límt á spítukubba sem stilliskrúfur halda innan vinkiljárnanna.
Tweaterinn: hann er eins byggður og stóra membran nema það að seglarnir koma á hlið og hann er mun minni.
Virkni: Þessi hátalara hönnun er frá um 1929 en var ekki hægt að framkvæma fyrr en mörgum arum seinna af því að á þeim dögum var ekki til nógu létt og sterkt efni í membruna (driver-inn). Þessi hönnun byggist upp á mikilli eðlisfræði og ég ætla að útskýra það á eins einfaldan máta og mér mun vera unnt.
Eins og sést hérna á myndinni fyrir neðan þá er plastfilman yfir seglunum, eftir álröndum hennar er rafmagnið leitt. Yfir seglum þá dregst filman nær eða fjær eftir því hvernig sínus bylgjan er, ef t.d. er mikill bassi þá dregst filman mun nær seglunum heldur en þegar hærri tónar eiga í hlut. Fyrir tilstilli segulkrafts og rafmagns, (ál seglast ekki, /nema með rafmagni og segli) Og það fær þetta til þess að hreyfast, svo einfallt er það.
Keyrslukrafturinn: Það ræður ekki hvaða magnari sem er við þetta, venjulegar unlingargræjur mundu mjög sennilega ekki ráða við þetta, enda er keyrt á 5 ohm.
Magnarinn sem ég nota undir þetta er: Pioneer SX-626, 30 ára gamalt tryllitæki sem svínvirkar, og hefur í þokkabót aldrei bilað. Draumurinn er kanski McIntosh magnari, en tíminn mun leiða það í ljós, ef ég smíða bara ekki nýjann.

Og í lokinn, þá er það að sjálfsögðu hljóðið í þessu.
Þetta eru einir bestu hátalarar til þess að hlusta á góð lög, og þeir ráða sérlega vel við háa tóna og þá á vel góðum styrk. En þeir ná bassa ekki vel nema lágt stillt annars færðu bjögun og vesen. Síðan heyrist líka í þessu aftan frá (kallað by-polar).
Það er snilldar sound í þessu með góðum vínil og lampamagnara, ótrúlegur munur. Þeir eru ókláraðir, þá á ég eftir að setja crossover (til að taka bassann út að einhverju leyti) En annars er þetta það besta sem ég veit, ásamt mínu frábæra bassabox sem ég keypti sem kitt frá FVA og það er einn sem ætlar að skrifa um það bráðlega. Með því þá ræður þetta system við allt, og ég elska það í gegn, og þeir sem vilja kíkja á þetta hjá mér skulu bara senda mér skilaboð. Ég gæti skrifað meira um þetta, en þá yrði það langdregið, og ég ætla ekki að leggja það á ykkur að sinni, síðan með tækni spekka á
Þeim, þá ætla ég að sleppa því í bili, vona að þetta séu nógu góðar upplýsingar, annars skalltu bara spyrja, hvað svo sem það er.