Jæja núna ætla ég aðeins að fjalla um behringer MX8000

þessir mixerar eru núna discontinued enn stóri bróðir þeirra MX9000 er nokkurnveginn sama græjan samkvæmt spekkum en allavega

ég á einn svona og staðurinn sem ég vinn á á einn svona og þetta eru bara æðislegar græjur, ætla ekki að flodda öllu sem han hefur enn hérna er svona quick listi 6band eq fyrir hverja rás 6 monitor send, 4 sem ég kann á og 2 sem ég hef ekki ennþá fattað hvernig virka, grunar að þau séu POST faderar enn ég hef ekki prófað það nóg, 8 Subgroups, 24 rásir og 24 “b” rásir 2x headphone output, control room output og margt fleira.

báðar græjurnar sem ég er með eru með meter bridge svo að ég þarf ekki að fara í PFL (pre fade listener) til að sjá levelinn á rásinni, mjög gott ef maður er í live mixing, 6 banda eq hentar mjög vel í live, faderarnir á mixernum eru mjög vel merktir, og maður getur asignað í groupur og þarf ekki að eyða heilli group bara til að fá sound útúr græjunni, eqin eru það góð að maður má varla snerta takkana þá er eitthvað búið að gerast ólíkt Mackie CFX20.
hver rás er með takka sem heitir “equalizer in” sem þýðir að ef þú villt Ekkert eiga við eqið at all þá ýtirðu bara á hann og þá hljómar þetta alveg eins og frá græjunni, fínt td ef það er Dj sem vill ráða öllu sjálfur. Low Cut á 75Hz fyrir hverja rás. B mixið er svo bara auka 24 rásir sem maður getur annaðhvort notað sem extra rásir og verið þá með 50 rása græju (b mixið er samt bara með 2eq hi og low) eða maður getur notað það sem td send í effectatæki (eins og ég hef verið að gera) “routing” fyrir hverja rás er í formi 5 takka 1-2 3-4 5-6 7-8 (subgroup) og svo main mix. þá er ég búinn að tala nóg um Rása sectionið, þá er næst hinn hlutinn af mixernum
enn þessi græja er með 2 headphone output og er hægt að routa þeim í Main mix, control room, solo og eitthvað af aux sendunum. Svo er græjan með 2 stereo return, þar sem er td hægt að taka tilbaka effectatæki og inná main mix eða Aux sendin. Svo er þessi græja einnig með Talkback Mic innbygðan svo maður getur talað í monitor send hef reyndar aldrei notað það enn það er eflaust nett ef maður þarf að tala við fólk á sviðinu á tónleikum, svo er líka hægt að senda hann í subgroup eða headphone output!
og síðast enn ekki síst þá er þessi mixer með External Aflgjafa sem er 400W og tekur 2 eða3 rack unit, og er með seperate fyrir Phantom power, power fyrir deskið, power fyrir ljósin sem er hægt að setja á hann (svona litlir ljósahundar), með þessi virðist mixerinn vera hljóðlátari enda hef ég aldrei heyrt suð frá þessum mixer, einungis einhverjum tækjum sem eru tengd við hann, enn það eru margir mixerar sem suða smá bara útaf PSUinu í þeim.


þessa græju ratea ég hiklaust 8-9

fær ekki hærri einkun aðalega vegna þess að ef þú veist ekki hvað þú ert að gera þá ertu lost, mixerinn er mjög flókinn þegar maður byrjar fyrst að vinna á hann enn þetta er bara svo geggju græja þegar maður fer aðeins að fatta hvað maður er að gera að það hálfa væri alveg nóg