RMS Wött Hér ætla ég að skrifa um afltölur í hljómtækjum. Eins og sést hefur á korkunum hérna vita menn almennt ekkert hvað wött eru og fannst mér þurfa að bæta úr því.
Wött eru mælieining á afl, sama hvaða formi það kemur fram. Hér erum við að tala um rafmagn og þar eru wött (P) margfeldi af spennu (U) og straum (P).
Þegar maður er með DC spennu þá er þetta mjög einfalt, segjum að þú sért með bílamagnara sem er 12V og með 30A öryggi, þá er hámarks afl sem magnarinn getur dregið frá rafkerfinu án þess að öryggið springi 12*30 = 360 Wött. Það segir manni að hámarks kraftur útúr magnaranum er raforkan (360 wött) mínus hitaorkan (orkutapið) sem er minnst 22% en í reality 40-50%.
Gefum okkur að það sé 40% tap, bílamagnarinn er með switchmode spennugjafa sem hitnar lítið. Þá hefur þessi magnari til ráðstöfunar mest rúmlega 200 Wött út á hátalara, allar rásir samanlagðar.
Þetta er mesta mögulega afl sem magnarinn getur gefið út stöðugt (nema hann sé drasl, þá springur eitthvað á undan örygginu) sem hljóðmerki, ef hann er að clippa mikið þá er hitatapið minna, en hljóðmerkið sem þú sendir inn er ekki lengur hljóðmerki þegar það kemur út, heldur kassabylgja sem hljómar vægast sagt hryllilega.
Það er ekki þar með sagt að magnarinn hljómi vel þegar hann er að pumpa út 200 wöttum, líklega byrjaður að bjaga þokkalega.
Niðurstöður: 1000 watta bílamagnari þarf minnst 140 ampera öryggi en svo verður að vera einhver þröskuldur þar til þess að öryggið springi ekki undir eðlilegum kringumstæðum, ef “1000 watta bílamagnarinn” þinn er með minna öryggi en 150 amper er ekki nokkur einasti séns að hann sé 1000 wött, alveg sama hvað þú, aðrir, framleiðandinn eða sölumaðurinn segja, eðlisfræðin ræður þarna.

Þetta er eins með alvöru magnara, nema að þeir eru flestir með linear spennugjafa, og tapið þar er líklegast nær 50-60%, 230V magnari með 10 ampera öryggi getur mest dregið 2300W án þess að öryggið springi, hann gæti þá mest pumpað út á hátalara um 1000W.
En eins og áðan, þá er hann að bjaga. Virðulegir framleiðendur gefa upp afl magnarans ásamt total harmonic distortion við þá keyrslu, og væri þessi magnari líklega rated 2x 400W eða svo kannski við 0.1% THD, THD er svo miklu miklu minna við minna afl.

RMS (Root Mean Square) wött eru wött á AC spennu, yfirleitt mæld með sínusbylgju. Þegar þessi wött eru notuð í hljóðinu þá er átt við stöðugt afl með sínusbylgju sem að búnaðurinn ræður við í lengri tíma og án þess að bjaga til helvítis.
Magnari sem er gefinn upp 200W RMS á að geta gefið út 200W í lengri tíma án þess að spennugjafinn ofhitni, og hann á einnig að geta dælt út 1/3 af því afli í lengri tíma án þess
að útgangstransistorar ofhitni. Oft er talað um 24klst sem góða viðmiðun í þessu.
Hátalarar sem eru gefnir upp 300W RMS eiga að þola 300W í sólarhring án þess að stikna.
“Peak wött” þýða ekki neitt, þessvegna vil ég ekki heyra svoleiðis wattatölur þegar menn tala um afl í græjum, bílahátalarar sem eru 200W peak þola kannski 200W í sekúndubrot, bjagandi til helvítis, ekkert gagn í því.
Music wött eru miðuð við að búnaðurinn á að geta haft dynamic range, sem samsvarar því afli, mjög þýðingarlítil tala.

Ég vona að hér eftir nefni menn engar tölur nema RMS wött eða continous rating þegar talað er um afl í græjunum sínum, því önnur wött þýða ekki neitt í þessu samhengi.
Ef að magnari er ekki 1000W RMS þá er hann ekki 1000W at all.
Litlu “200 watta” bílahátalararnir eru kannski merktir “50W rms” með litlum stöfum fyrir neðan stóru skæru “200W” merkinguna, ekki pæla í 200W merkingunni, eingöngu RMS wöttin eru gild.


Höfundur er nemi í rafeindavirkjun og hljómtækjaspekúlant.