Skv. skoðanakönnun sem var send inn á Huga og fjallaði um ágæti stjórnenda Huga þá kom fram að meirihluti lesenda taldi stjórnendur standa sig illa í stykkinu.

Mér þætti vænt um að Hugarar skrifuðu inn á síðuna hvað það er sem megi bæta og betur fara í stjórnun hérna.

Ef svo er að stjórnunin sé ekki viðunandi og viðunandi rök fylgi máli, þá verð ég fyrstur til að biðjast lausnar undan þeim skyldum sem í því felst að vera stjórnarndi

Með kveðju og Gleðileg Jól
Quadro