Tiger Woods jók enn forskot sitt á Vijay Singh á toppi heimslitans eftir sigurinn á Ford mótinu á Doral í Miami í gær. Hann hefur nú 9,15 stigum meira en Singh. David Toms, sem varð annar ásamt Kolumbíumanninum Villegas, fór upp um eitt sæti og er nú í 8. sæti. Villegas komst inn á top 100 listann og er númer 95.

Simon Dyson, sem sigraði á Opna Indónsíumótinu um helgina, fór upp um 60 sæti og er núna númer 140 á heimslistanum.

Tiger Woods hefur nú verið í efsta sæti listans í samtals 381 viku. Þeir sem hafa vermt efsta sæti heimslistans fyrir utan Tiger eru: Bernhard Langer (3 vikur), Seve Ballesteros (61 vika), Greg Norman (331 vika), Nick Faldo (97 vikur), Ian Woosnam (50 vikur), Fred Couples (16 vikur), Nick Price (44 vikur), Tom Lehman (1 vika), Ernie Els (9 vikur), David Duval (15 vikur) og Vijay Singh (32 vikurStaðan.
1. Tiger Woods (Bandar.) 18,14
2. Vijay Singh (Fijieyjum) 8,99
3. Retief Goosen (S-Afríku) 7,77
4. Ernie Els (S-Afríku) 7,34
5. Phil Mickelson (Bandar.) 7,22
6. Sergio Garcia (Spáni) 6,85
7. Jim Furyk (Bandar.) 5,44
8. David Toms (Bandar.) 5,33
9. Adam Scott (Ástralíu) 5,27
10. Chris DiMarco (Bandar.) 4,73
11. Colin Montgomerie (Skotl.) 4,36
12. Luke Donald (Englandi) 4,23
13. David Howell (Englandi) 4,20
14. Davis Love III (Bandar.) 4,20
15. Michael Campbell (N-Sjál.) 4,19
16. Rory Sabbatini (S-Afríku) 4,03
17. Kenny Perry (Bandar.) 4,02
18. Henrik Stenson (Svíþjóð) 3,98
19. Chad Champbell (Bandar.) 3,96
20. Padraig Harrington (Írlandi) 3,92
21. Nik O’Hern (Ástralíu) 3,77
22. Angel Cabrera (Argentínu) 3,71
23. Fred Couples (Bandar.) 3,65
24. Scott Verplank (Bandar.) 3,63
25. Geoff Ogilvy (Ástralíu) 3,50
26. Jose María Olazabal (Spáni) 3,50
27. Darren Clarke (N-Írlandi) 3,48
28. Tim Clark (S-Afríku) 3,47
29. Stuart Appleby (Ástralíu) 3,41
30. Paul McGinley (Írlandi